/****/ Tilgangur - táknfræði - siðakerfi
Find the best bonuses for online poker on 888poker

Tilgangur - táknfræði - siðakerfi

Tilgangur frímúrarastarfsins er mannrækt. Frímúrarareglur leggja fram ákveðna aðferð til að kynnast sjálfum sér, til að kynnast innri veruleika sínum til aukins andlegs þroska. Menn stefna að því að bæta sjálfan sig til þess að geta tekið þátt í að bæta heiminn. Með viðleitni til aukins þroska vaknar skilningur á óeigingjarnri þjónustu, svo að unnt sé þannig að stuðla að auknum mannskilningi, gagnkvæmri virðingu, jafnrétti og réttlætiskennd. Þannig er stefnt að réttlátara samfélagi manna og bjartari framtíðarvonum.

Starfsaðferðin er fólgin í siðrænum athöfnum sem byggjast á táknfræði. Sett eru á svið ákveðnar aðstæður sem eiga að vekja skilning á ákveðnum þáttum í innra og ytra lífi manna. Grundvöllur táknfræðinnar er byggingarlist miðalda, er menn reistu stórfenglegar dómkirkjur með fábrotnum áhöldum en miklu hyggjuviti. En í táknfræði frímúrara er mannkyni reist andlegt musteri þar sem þáttakendur í starfinu eru hvort tveggja í senn byggjendur og byggingarefni. Hver og einn leggur fram sinn stein til þessa musteris, og þann stein verður að höggva til, fegra og fága svo að hann geti orðið hæft og traust byggingarefni. Vísa má í 1. Pétursbréf 2:5: "… látið sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús…"

Þetta er tilgangurinn og táknfræðin og ekkert leyndarmál.

 

2011
Strict Standards: Only variables should be assigned by reference in /vefir/fyrirtaeki/s/samfrim.is/public_html/templates/inspiration-tg/index.php on line 171
Tilgangur - táknfræði - siðakerfi. Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN á Íslandi Kirkjustétt 2-6 - 113 Reykjavík. Sími 561-1557. Netfang samfrim@simnet.is