/****/ Stefna og hugsjónir
Find the best bonuses for online poker on 888poker

Stefna og hugsjónir

Alþjóða Sam-Frímúrarareglan Le Droit Humain lýsir yfir jafnrétti karla og kvenna, og þar starfa karlar og konur saman í stúkum á jafnréttisgrundvelli. Lögð er áhersla á trúfrelsi, engar trúarkreddur eru í reglunni, heldur er tilgangur hennar að leita sannleikans. Meðlimum er skylt að virða trúarskoðanir annarra og líta á aðra sem jafninga sína án tillits til þjóðernis, litarháttar eða kynþátta. Þar af leiðandi snúast reglusystkin gegn ofstæki, óréttlæti, ójöfnuði, ofbeldi og kynþáttafordómum.
 
Sam-Frímúrarareglan Le Droit Humain lætur í té sérstaka aðferð, sem meðlimir hennar geta tileinkað sér með því að kynna sér táknfræði frímúrara og helgisiði, til þess að leita sannleikans og skilja raunveruleikann, útbreiða hugsjón bræðraþels og þjóna mannkyninu. Til þess að ná þessum markmiðum hafa reglusystkin fullkomið frelsi til eigin skilnings og til að tryggja slíkt frelsi er gerð krafa um tillitssemi og umburðarlyndi.

Stefna og skilgreining Alþjóða Sam-Frímúrarareglunnar Le Droit Humain  í heild sinni er skv. hinum alþjóðlegu lögum hennar þessi:

1 - Alþjóða Sam-Frímúrarareglan Le Droit Humain lýsir yfir jafnrétti karla og kvenna. Með því að velja sér Le Droit Humain (Mannréttindi) að nafni gefur reglan til kynna einlæga ósk um, að karlar og konur um víða veröld geti notið samfélagslegs réttlætis á jafnan hátt innan mannkyns, sem skipurlagt er í þjóðfélög á grundvelli frelsis og bræðralags.

2 - Regluna skipa frímúrarar af báðum kynjum, sem eru sameinaðir á grundvelli bræðaþels án tillits til kynþátta, trúarskoðana eða heimspekiviðhorfa og leitast við að ná markmiði sínu með aðstoð siðaathafna og táknfræði, er meðlimir hennar nota til að reisa musteri sitt til dýrðar og fullkomnunar mannkyninu.

3 - Reglusystkin virða fullomið hugarfrelsi og trúarviðhorf manna hvort sem þeir aðhyllast trú á líf eftir dauðann eða ekki og leitast umfram allt við að stefna að siðferðilegum, vitrænum og andlegum þroska allra manna. Það telja þau forsendu allrar hamingju, sem möguleg er hverjum einstaklingi mannkyns, er þannig byggist á náungakærleika.

4 - Regluna skipa frímúrarar af báðum kynjum er hafa svarið hollustu við Alþjóðleg stjórnskipunarlög Le Droit Humain og hittast á fundum í stúkum allra stiga er hafa verið löggiltar af Hinu Háa Ráði.Löggjafarvald er í höndum Alþjóðaþings er fer með æðsta vald reglunnar. Vald til að framkvæma ákvarðanir Alþjóðaþingsins, til að verja og láta virða hin Alþjóðlegu stjórnskipunarlög og til að tryggja reglufestu og einingu í reglunni er falið Hinu Háa Ráði.

5 - Alþjóða Sam-Frímúrarareglan Le Droit Humain hefur engar kreddur. Tilgangur hennar er að leita sannleikans. Þannig mega umræður eða rökræður í stúkum um þjóðfélagsleg eða trúarleg málefni undir engum kringumstæðum þjóna öðrum tilgangi en að fræða reglusystkin og gera þeim kleift að rækja frímúraraskyldur sínar af auknum skilningi.

2011
Strict Standards: Only variables should be assigned by reference in /vefir/fyrirtaeki/s/samfrim.is/public_html/templates/inspiration-tg/index.php on line 171
Stefna og hugsjónir. Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN á Íslandi Kirkjustétt 2-6 - 113 Reykjavík. Sími 561-1557. Netfang samfrim@simnet.is