/****/ Uppruni, stofnun og stofnendur
Find the best bonuses for online poker on 888poker

Uppruni, stofnun og stofnendur

Að framan er getið um Frímúrarareglur sem einungis veita karlmönnum viðtöku, og er sú hefð komin frá miðöldum, er karlar litu á konur sem sér óæðri. Hins vegar er vitað að karlar og konur störfuðu saman í launhelgum fornaldar. Miðaldahefðin var ekki rofin fyrr en með tilkomu Alþjóða Sam-Frímúrarareglunnar Le Droit Humain, (nú Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN) er taldi nauðsynlegt að skila starfi frímúrara til nútímans í samræmi við breytt þjóðfélagsviðhorf og jafnréttishugsjón.

Uppruna þessarar reglu má rekja til frímúrarastúkunnar Les Libres Penseurs (Frjálsir hugsuðir) í Pecq í Frakklandi er starfaði í umboði "La Grande Loge Symbolique Ecossaise", mynduð af bræðrum er áður tilheyrðu "Grand Orient de France". Meðlimir þessarar stúku höfðu kynnst Maríu Deraismes (1828-1894) sem var í forystu kvenréttindahreyfingarinnar frönsku og óþreytandi að hvetja konur til starfa á sem flestum sviðum. Hún var rithöfundur og blaðamaður og nýtur mikillar virðingar í franskri sögu. Þannig hefur verið reist stytta af henni í París og ein gata þeirrar borgar er heitin eftir henni. Bræður áðurgreindrar stúku töldu sig ekki geta fundið neitt sem mælti gegn því að kona yrði frímúrari nema vanhugsuð venja, og þar af leiðandi vígðu þeir hana árið 1882. Maria Deraismes beitti sér svo fyrir því ásamt dr. Georges Martin (1844-1916; hann var stjórnmálamaður og sat um skeið á þjóðþingi Frakka, en sneri sér að andlegum málum) að stofnuð var Alþjóða Sam-Frímúrarareglan Le Droit Humain sem stórstúka í París 1893. Voru stofnendur 18 og þar á meðal má nefna Clemence Royer (1830-1902), sem einnig var í forystu frönsku kvenréttindahreyfingarinnar. Hún vann að vísindastörfum, var fræðibókahöfundur og þýddi t.d. bók Darwins um uppruna tegundanna. Hún var fyrsta konan sem sæmd var heiðursmerki "Légion d'Honneur" 1900.
1899 var stofnsett Hið Háa Ráð (Supreme Council) sem yfirstjórn reglunnar.

Nefna má sem dæmi um þá virðingu sem reglan nýtur í Frakklandi, að franska póstmálastofnunin gaf út sérstakt frímerki í tilefni af 100 ára afmæli hennar 1993

2011
Strict Standards: Only variables should be assigned by reference in /vefir/fyrirtaeki/s/samfrim.is/public_html/templates/inspiration-tg/index.php on line 171
Uppruni, stofnun og stofnendur . Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN á Íslandi Kirkjustétt 2-6 - 113 Reykjavík. Sími 561-1557. Netfang samfrim@simnet.is